Í þessari viku verða lögreglumenn á suðurlandi með sérstakt eftirlit með akstri í hringtorgum, merkjagjöf og ljósanotkun.
Hér eru helstu atriði sem hafa ber í huga (tekið úr umferðarlögum nr.77/2019):
19. gr. Akstur á vegamótum og í beygjum og hringtorgum:
6.mgr. Ökumaður sem ekur að hringtorgi skal veita þeim sem eru í torginu forgang. Í hringtorgi sem skipt er í tvær akreinar skal ökumaður velja hægri akrein, ytri hring, ætli hann að aka út úr hringtorginu á fyrstu gatnamótum. Ökumaður á ytri hring skal veita þeim sem ekur á innri hring forgang út úr torginu. Óheimilt er að skipta um akrein við hringtorg eða á milli ytri og innri hrings í hringtorgi.
33.gr. Merki og merkjagjöf:
3.mgr. Stefnumerki skal gefa áður en ökumaður:
a. beygir á vegamótum,
b. ekur inn á og eftir frárein,
c. ekur af aðrein og inn á veg,
d. ekur að eða frá brún vegar,
e. skiptir um akrein,
f. ekur fram úr öðru ökutæki og aftur inn á sömu akrein eftir framúrakstur,
g. vill gefa öðrum ökumanni til kynna að honum sé óhætt að aka fram úr,
h. ekur inn í eða út úr bifreiðastæði,
i. ekur út úr hringtorgi,
j. ekur á ytri hring torgs fram hjá gatnamótum af torginu, eða
k. breytir akstursstefnu við akstur aftur á bak.
34. gr. Ljósanotkun.
1.mgr. Við akstur vélknúins ökutækis skulu lögboðin ökuljós ávallt vera tendruð
7.mgr. Utan þéttbýlis má nota þokuljós í stað eða ásamt lágum ljósgeisla í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi.
8.mgr. Eigi má nota annan ljósabúnað eða glitmerki en boðið er eða heimilað í lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim.
Allt er þetta liður í að bæta umferðaröryggi og góðar venjur í umferðinni.
... Sjá meiraSjá minna
Nýr yfirlögregluþjónn
E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið ráðin yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mun stýra rannsóknarsviði þess. Agnes býr yfir áratugareynslu af lögreglustarfinu, en hún hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík vorið 1991. Agnes starfaði þar til ársloka 2006 og síðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007 þegar lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð. Hún vann við almenna löggæslu um árabil og síðan í tæknideildinni í rúmlega áratug, sem lögreglufulltrúi. Agnes varð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2020 og stýrði lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Reykjavík til 2023. Hún tók þá við sem aðstoðaryfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði (skipulögð brotastarfsemi og gegndi því starfi til síðustu mánaðamóta. Agnes er fyrsta konan sem er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Um leið og við óskum Agnesi innilega til hamingju með ráðninguna væntum við áfram mikils af störfum hennar.
... Sjá meiraSjá minna